Lög og stjórnir félagsins

Lög Bolvíkingafélagsins
Samþykkt á aðalfundi 5. maí 2014.

  1. gr.
    Félagið heitir Bolvíkingafélagið. Félagssvæði þess nær yfir landið allt.
    Heimili þess og varnarþing eru í því sveitarfélagi þar sem aðsetur félagsins er á hverjum tíma.
  1. gr.
    Markmið félagsins eru:
    Að viðhalda og efla sambandið við heimahéraðið.
    Að viðhalda og efla kynni brottfluttra Bolvíkinga.
    Að stuðla að viðhaldi sögulegra minja héraðsins og forða frá gleymsku merkum atburðum og sögulegum viðburðum.
    Að beita áhrifum sínum að velferðar- og menningarmálum kaupstaðarins í samvinnu við áhugamenn heima, svo og þau félög sem starfa að framfara og menningarmálum bæjarfélagsins.
  1. gr.
    Félagi getur hver sá orðið sem styður markmið félagsins og er tilbúinn að vinna að framgangi þeirra.
  1. gr.
    Aðalfundur fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins. Hann skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert. Til fundarins skal boðað bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn félagsins viku fyrir aðalfund.
    Verkefni aðalfundar eru:
    Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    Skýrsla stjórnar.
    Áritaðir reikningar fyrra árs og ákvörðun félagsgjalda.
    Lagabreytingar.
    Kosning formanns, fjögurra stjórnarmanna og tveggja varafulltrúa í stjórn.
    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
    Önnur mál.
    Aðalfundur er lögmætur ef löglega til hans er boðað.
  1. gr.
    Stjórn félagsins fer með umboð félagsins og ákvörðunarvald, næst aðalfundi og félagsfundi, auk þess að koma fram fyrir hönd félagsins. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipta stjórnarmenn með sér verkum gjaldkera, ritara og meðstjórnenda.
    Hverfi fulltrúi úr stjórn á kjörtímabilinu skal kalla til starfa varafulltrúa.
    Stjórn setur sér verklagsreglur er kveða á um verkaskiptingu innan stjórnar og annað það sem snýr að rekstri félagsins.
  1. gr.
    Félagsfundir og aðrar samkomur skulu haldnar svo oft sem stjórninni þurfa þykir og skal þá boðað til þeirra á sama hátt og til aðalfundar.
    Ennfremur er stjórninni skylt að boða til fundar, ef minnst fimmtán félagsmenn fara þess á leit við hana skriflega.
  1. gr.
    Árgjald félagsins skal ákvarðað á aðalfundi ár hvert.
    Aðalfundur getur, eftir tillögu stjórnar, eða annarra félagsmanna, samþykkt að gera þá að heiðursfélögum, sem fundarmenn telja einróma að hafi sérstaklega til þess unnið.
  1. gr.
    Lögum þessum er ekki hægt að breyta nema á aðalfundiog þá með samþykki meirihluta fundarmanna.
  1. gr.
    Félagið leggst niður óski ¾ félagsmanna þess skriflega eða ef fjöldi félaga fer niður fyrir lágmark, sem er 4 félagar. Þá telst félaginu slitið ef störf þess leggjast niður um tveggja ára skeið. Komi til þessa skal bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar falin ráðstöfun eigna félagsins, til málaflokka er falla að lögbundnum markmiðum Bolvíkingafélagsins.
  1. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi

 

Stjórn og nefndir

Stjórn 2017-2018
Karvel Pálmason, formaður
Ragnhildur Ingibjörg Hjálmarsdóttir, gjaldkeri
Auður Gunnarsdóttir, ritari
Elmar Ernir Viðarsson, meðstjórnandi
Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn
Erla K. Hallsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir

Skoðunarmenn reikninga
Ósk Gunnarsdóttir
Þóra Hallsdóttir

Ritstjóri Brimbrjóts, blaðs Bolvíkingafélagsins
Kristján Jónsson, [email protected]

Kaffinefnd 2016
Oddný Jóhannsdóttir, formaður
Erla Kristín Hallsdóttir
Friðgerður Jónsdóttir
Guðbjörg Helgadóttir
Guðlaug Þorkelsdóttir
Guðlaug Þórðardóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Ólafía Jónatansdóttir
Ósk Gunnarsdóttir
Sigríður Gestsdóttir

Þorrablótsnefnd 2016 
Alberta Albertsdóttir
Birna Ketilsdóttir
Kolbrún Eva Viktorsdóttir
Salóme Halldórsdottir

 


 

Denna hemsida är byggd med N.nu - prova gratis du med.    (klicka här för att förlänga premium)(info & kontakt)