.

BRIMBRJÓTURINN

Ert þú með efni sem á erindi í blaðið okkar, Brimbrjótinn, eða með uppástungu um efni?  Tölvupóstfang ritstjórans, Kristjáns Jónssonar, er brimbrjotur@gmail.com. Einnig er hægt að senda tillögur á tölvupóstfangið bolvikingafelagid@gmail.com eða með einkaskilaboðum á www.facebook.com/bolvikingafelagid.

Það væri líka mjög vel þegið að fá myndir frá viðburðum ársins til birtingar í blaðinu, þ.e. frá þorrablótinu, afmælisfagnaðinum í Guðmundarlundi eða úr kirkjukaffinu.

FÉLAGSGJÖLD

Að öllu jöfnu gengur vel að innheimta félagsgjöld í Bolvíkingafélaginu.  Við viljum þó hvetja ykkur sem eigið ógreidd félagsgjöld fyrir 2018 til að greiða þau sem fyrst. Greiðsluseðlar voru sendir í heimabanka en að sjálfsögðu er einnig hægt að fá sendan greiðsluseðil heim sé þess óskað.

Hvetjið einnig vini og vandamenn til þess að gerast félagar í Bolvíkingafélaginu og styðja þannig við starfsemi þess. Hægt er að skrá sig með skilaboðum á Facebook-síðunni okkar, www.facebook.com/bolvikingafelagid, með pósti á bolvikingafelagid@gmail.com eða í gegnum vefsíðuna www.brimbrjotur.is.